Almennt um Coton de tulear

 

Hundar hafa fylgt manninum frá örófi alda og verið ræktaður með tilliti til ákveðna eiginleika og hæfni s.s. vinnu- og leitarhunda eða félagslegra eiginleika. Með hreinræktun hunda er hægt spá fyrir um heilbrigði, eiginleika s.s þefskyn, útlit, skap-, og feldgerð og í seinni tíð með tilkomu genaprófa er einnig hægt að spá fyrir um heilbrigði út frá erðfðafræðilegum þáttum.

Coton de tulear var upprunalegur ræktaður í Madagascar fyrir yfirstéttina sem félagi ásamt því að hafast við músa- og rottuveiðar. Núna er hann vinsæll fjölskylduhundur vegna eiginleika sinna s.s. er ekki ofnæmisvaldandi (hypoallergenic), er í þægilegri stærð og skapgóður. Þetta hefur allt verið ræktaða og því deila allir hreinræktaðir Coton de tulear hundar sömu ættkvísl.

Coton de tulear hundar eru félagsverur og eigendahollir. Þeir eru glaðværir og skemmtilegir sem geta lært hin ýmsu trix.

Mikilvægt er að taka þjálfun hvolpsins alvarlega og kenna honum að vera einum heima og haga sér innan um fólk. Með því ertu komin með fallegan og glaðan hund sem treystir þér og er velkomin nánast hvar sem er. 

Ef þú vilt frekari upplýsingar um heilsufar og hundana okkar þá er hægt að ýta tenglanna með nafni hvers hunds fyrir sig (Bella - Nala - Týra - Daisy) og lesa sér til hér á síðunni.