Reglur um heilsufarsskoðanir ræktunardýra frá 1. mars 2021
Við pörun skulu öll undaneldisdýr vera með gilt augnvottorð (gildistíminn er 25 mánuðir) og vera með hnéskeljavottorð (gildir ævilangt eftir 2 ára en annars í 12 mánuði).
Aðeins HRFÍ hundar með ættbók fá augnskoðunarvottorð, þar sem HRFÍ flytur inn sérstaka augnlækna í þeim tilgangi. Við mælum með að kaupendur fái að sjá augnvottorð foreldra.
Þá er lágmarksaldur tíka við pörun 20 mánuðir.
Einnig er að finna nánari upplýsingar á síðu Hundaræktunarfélags Íslands, Skráningar í ættbók og Reglur um skráningu í ættbók, 10. kafli
Einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um ræktunarviðmið tegundinar, hér, en það er inn á síðu FCI
Ekki er gerð krafa um dna próf í tegundinni en okkar hundar eru dna prófaðir fyrir helstu sjúkdómum sem finnast í Coton de tulear. Niðurstöður þeirra er að finna hér á síðunni undir nafni hunds og vottorðin sjálf undir liðnum heilsufar.